Háskólasetur Vestfjarða

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 26. janúar 2022 kl. 13:48 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. janúar 2022 kl. 13:48 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|Háskólasetur Vestfjarða [https://www.uw.is/ Háskólasetur Vestfjarða] er lítil stofnun á háskólastigi sem sett var á stofn ári...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á:flakk, leita
Háskólasetur Vestfjarða

Háskólasetur Vestfjarða er lítil stofnun á háskólastigi sem sett var á stofn árið 2005 en tók til starfa í janúar 2006. Við Háskólasetrið sjálft starfa að jafnaði um níu manns auk lausráðinna kennara.

Háskólasetrið er fjarnámssetur sem þjónar um 100 fjarnemum, það starfrækir meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun og sjávarbyggðafræði fyrir um 60-80 meistaranema auk einstaklingsmiðaðrar námsleið á meistarastigi í sjávartengdri nýsköpun sem nú er í endurskipulagningu. Þess utan býður Háskólasetrið upp á fjölbreytt sumarnámskeið. Háskólasetrið sér fjarnemum fyrir hópvinnuaðstöðu og lestrarsölum.

Háskólasetur Vestfjarða er stærsta stofnunin í Vestrahúsinu á Ísafirði og leiðandi í samstarfi stofnana í rannsóknaklasa Vestfjarða. Alla jafna sinnir Háskólasetrið þó ekki rannsóknum nema í samstarfi við rannsóknarstofnanir innan og utan Vestfjarða.