Munur á milli breytinga „Breið Þróunarfélag“

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Stökkva á:flakk, leita
(Ný síða: thumb|Breið Þróunarfélag Þróunarfélagið Breið er samvinnuverkefni Akraneskaupstaðar og Brims hf. sem hefur það markmið að byggja upp Breiðina og sty...)
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 24. janúar 2022 kl. 12:00

Breið Þróunarfélag

Þróunarfélagið Breið er samvinnuverkefni Akraneskaupstaðar og Brims hf. sem hefur það markmið að byggja upp Breiðina og styðja við atvinnuppbyggingu og nýsköpun á Akranesi til framtíðar.

Félaginu er ætlað að efla atvinnutækifæri, nýsköpun og skapandi greinar á svæðinu og þá er gert ráð fyrir nýrri íbúabyggð á Breið. Gert er ráð fyrir áfangaskiptri uppbyggingu til langs tíma þar sem lagt verður upp með uppbyggingu í ferðaþjónustu, heilsu og hátækni. Brim og Akraneskaupstaður eiga meirihluta lóða og fasteigna á Breið þar sem liggja einstök tækifæri til uppbyggingar.

Breið býður einstaklingum og fyrirtæki leigu á aðstöðu í húsnæði Breiðar.