Álklasinn
Vefsíða | |
---|---|
Tegund | Klasi |
Netfang | alklasinn@nmi.is |
Álklasinn Er samstarfsvettvangur fyrirtækja í áliðnaði. Álklasanum er ætlað að farvegur hugmynda, þarfa, tengslamiðlunar og nýsköpunar. Ennfremur að Álklasinn sé vettvangur þar sem hægt er að viðra hugmyndir að verkefnum eða kalla eftir lausnum. Horft er til meiri fjölbreytni og fjölgun á fyrirtækjum í afleiddum nýiðnaði. Ál verði nýtt sem grunnur nýsköpunar jafnt í grónum fyrirtækjum sem sprotafyrirtækjum.
Fjölmargir samstarfsaðilar koma að Álklasanum en þau eiga það sammerkt að starf þeirra tengist á einhvern hátt áliðnaði. Álklasinn hefur virka hugmyndagátt en hún er hugsuð fyrir háskólanema sem eru að leita sér að hugmyndum um lokaverkefni eða sumarverkefni. Hægt er að skoða lista yfir verkefni sem unnið hefur verið að í gegnum gáttina.