Landbúnaðarháskóli Íslands

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 24. janúar 2022 kl. 10:31 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. janúar 2022 kl. 10:31 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|Landbúnaðarháskóli Íslands [https://www.lbhi.is/ Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ)] er mennta- og rannsóknastofnun á sviði náttúrunýtingar og...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á:flakk, leita
Landbúnaðarháskóli Íslands

Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) er mennta- og rannsóknastofnun á sviði náttúrunýtingar og umhverfisfræða með áherslu á verndun og sjálfbæra nýtingu auðlinda landsins, skipulagsmál, menningu og sjálfbæra þróun. Landbúnaðarháskólinn veitir m.a. fræðslu og vísindalega þjálfun fyrir fagfólk í landbúnaði og skyldum greinum. Landbúnaðarháskóli Íslands lítur til víðari skilgreiningar á hugtakinu landbúnaður samkvæmt lögum. LbhÍ er heimilt að veita meistara- og doktorsgráður, sem og starfs- og endurmenntun á þeim sviðum sem kennd eru við skólann.

Landbúnaðarháskóli Íslands er reistur á grunni Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (Rala), Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi.