Plastaþon

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 2. febrúar 2022 kl. 10:11 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. febrúar 2022 kl. 10:11 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|Plastaþon Plastaþon sem haldið var í september 2019 var nokkurs konar hugmyndasmiðja sem leitaði lausna við plastvandanum. Þar fengu þátttakend...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á:flakk, leita
Plastaþon

Plastaþon sem haldið var í september 2019 var nokkurs konar hugmyndasmiðja sem leitaði lausna við plastvandanum. Þar fengu þátttakendur ýmsa fræðslu og tækifæri til að hitta fjölbreyttan hóp af fólki og skapa nýstárlegar lausnir undir handleiðslu sérfræðinga.  Þátttakendur mynduðu svo teymi og unnu saman að lausnum við þeim áskorunum sem heimurinn stendur frammi fyrir varðandi ofnotkun á plasti. Áskoranirnar sem þátttakendur fengu snéru að því að finna til leiðir til að draga úr plastnotkun, auka endurvinnslu og koma í veg fyrir plastmengun.

Plastaþon var bæði hluti af stefnunni Saman gegn sóun og NordMarPlastic sem er formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Fjölbreyttur hópur samstarfsaðila tók þátt í viðburðinum ásamt Umhverfisstofnun, þar á meðal Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Plastlaus september, Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, Matís og IcelandicStartups.