Nýsköpunarmót
Vefsíða | |
---|---|
Tegund | Lausnamót |
Netfang | hildur.s.arnardottir@rikiskaup.is |
Nýsköpunarmót er vettvangur fyrir opinbera aðila og fyrirtæki að tengjast. Opinberir aðilar (stofnanir og sveitarfélög) setja fram áskoranir eða þarfir og óska eftir fjölbreyttum lausnum frá sprotum og fyrirtækjum. Á Nýsköpunarmóti gefst aðilum tækifæri á að skrá inn prófíl sinn og í framhaldinu að bóka stutta vef fundi (Match Making) með öðrum aðilum, ýmist opinberum eða fyrirtækjum.
Fyrirtækjum gefst þannig tækifæri á að kynna mögulegar lausnir á áskorunum opinberra aðila með það fyrir augum að kynna sig, fá hugsanleg tækifæri til þróunar og rannsóknaverkefna eða vera hugmynd að nýjum verkefnum sem í framhaldinu færu svo í opinbera innkaupaferla.
Nýsköpunarmótið er líka staður þar sem þróunarverkefni og rannsóknir á þjónustu geta komist á, við opinbera aðila.
Opinberir aðilar geta nýtt sér nýsköpun á margvíslegan hátt í formlegum innkaupum, útboðum sem eru auglýst sem slík, og einnig í innkaupum undir viðmiðunarfjárhæðum og innkaupum sem eru undanskilin viðmiðunarfjárhæðum. Nýsköpunarmótið er hugsað til að styðja við alla innkaupaferla.