Rannsóknar- og þekkingarsetur

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 16. desember 2021 kl. 14:05 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. desember 2021 kl. 14:05 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög)
Stökkva á:flakk, leita

Fjölmörg rannsóknar- og þekkingarsetur eru staðsett víða um land. Setrin sinna fjölþættum rannsóknum á menningu og lífríki Íslands.

Rannsóknarsetur

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands hefur sett upp víða um landið rannsóknarsetur í þeim tilgangi að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika almennings til menntunar og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf. Háskóli Íslands rekur eftirfarandi rannsóknarsetur:

Vesturland

  • Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi Rannsóknarsetur staðsett í Stykkishólmi. Viðfangsefni setursins er starfssvæði Snæfellsnes og Breiðafjarðar. Áhersla er lögð á rannsóknir á sérstæðri og alþjóðlega mikilvægri náttúru Breiðafjarðar, Snæfellsness og norðanverðs Faxaflóa.

Vestfirðir

  • Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Ströndum Rannsóknarsetur staðsett á Hólmavík. Rannsóknir í þjóðfræði og sérstök áhersla á miðlun og hagnýtingu þjóðfræðilegrar þekkingar. Að auki er margvíslegt samstarf við listafólk, fræðimenn og menningarstofnanir á Ströndum.
  • Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum Rannsóknarsetur staðsett í Bolungarvík. Grunn- og hagnýtar rannsóknir á lífríki sjávar og strandsvæða og nýtingu sjávarafurða. Flest verkefni setursins eru unnin með styrkjum frá samkeppnissjóðum og því innan ákveðins tímaramma gjarnan með þátttöku rannsóknanema. Langtímamarkmið með verkefnunum er að byggja upp miðstöð þekkingar og aðstöðu til rannsókna á nærsjó á Vestfjörðum, stuðla að notkun vísindalegra gagna í nýtingu strandsvæða og að skilja þátt sjávarafurða í þróun byggða á Íslandi.

Norðurland

Austurland

Suðurland

  • Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Suðurlandi Rannsóknarsetur staðsett á Laugarvatni. Grunn- og hagnýtar rannsóknir á náttúrunni þar sem tvinnað er saman langtímarannsóknum og styttri verkefnum tengdrum áhrifum landnotkunar á lífríki, tengslum milli náttúrulegs breytileika í tíma og rúmi (svo sem vegna veðurfars, gróðurframvindu og jarðfræði) og dýrastofna og stofnrannsókna á farfuglum sem byggja á að fylgja merktum einstaklingum milli landa og kynslóða.
  • Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum Rannsóknarsetur staðsett í Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Rannsóknir setursins snúa einkum að háhyrningum, hegðun, hljóðum og ferðum þeirra.

Suðurnes

Þekkingarsetur