Nýsköpun í norðri
Nýsköpun í norðri er sameiginlegt áhersluverkefni sveitarfélaganna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar en verkefnið hefur markmiði að auka nýsköpun innan svæðisins og styðja við þá ætlunin að nýtt sameinað sveitarfélag þessara tveggja verði í fararbroddi í baráttu við loftslagsbreytingar. Sveinn Margeirsson er verkefnastjóri verkefnisins en stýrihóp skipa Arnór Benónýsson formaður, Ásmundur Ævar Þormóðsson og Jóna Björg Hlöðversdóttir frá Þingeyjarsveit. Helgi Héðinsson varaformaður, Pétur Snæbjörnsson og Arnþrúður Dagsdóttir frá Skútustaðahreppi.
Starfsmenn verkefnisins eru Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar og Sveinn Margeirsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps.
„Með Nýsköpun í norðri vilja sveitarfélögin gera sig betur í stakk búin að takast á við þær miklu samfélags- og tæknibreytingar sem nú eiga sér stað. Stefnt er að því að nýta vinnu við Nýsköpun í norðri til stuðnings við nýsköpun í stjórnsýslu og við gerð verndar- og nýtingaráætlunar, samhliða vinnu við aðalskipulag sveitarfélaganna. Meginhluti vinnunnar í Nýsköpun í norðri á sér stað hjá grasrótinni heima í héraði og er sú vinna samhæfð vinnu sem á sér stað í samvinnu við opinbera aðila. Þannig er stefnt á að íbúar nái að ræða saman til lausnar og sameiginlegrar sýnar á framtíðar verðmætasköpun í héraði.“ (1)
Í janúar 2021 kom út skýrsla, Nýsköpun í norðri - afrakstur 2019-2020, þar sem meðal annars kemur fram að stýrihópur og verkefnastjóri NÍN hafi tekið saman sex lykilaðgerðir byggðar á vinnu rýmihópa. Aðgerðirnar eru
- Rannsókna- og nýsköpunarklasi: Uppbygging á aðstöðu fyrir nýsköpun, menntun og rannsóknir
- Kolefnisbinding með skógrækt og landgræðsla með nýtingu heyfyrninga
- Sameiginlegt vörumerki og Bændamarkaður
- Uppbygging hringrásarhagkerfis í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi
- Greining auðlinda, mannauðs, innviða og regluverks
- Samstaða íbúa og samhangandi upplifun ferðamanna á öllu svæðinu
Óhætt er að segja að NÍN hafi skilað margskonar árangri. Íbúafundir, með áherslu á tækifæri og ógnanir voru góð leið til að hafa áhrif á umræðu innan sveitarfélaganna. Aukaárangur af NÍN var undirbúningur fyrir rafrænt samstarf í janúar-febrúar 2020. Þegar COVID-19 áfallið reið yfir hafði þegar fengist reynsla af framkvæmd stórra rafrænna funda, sem skipti miklu í samhengi vinnu rýnihópa, þvert á sveitarfélögin, fram í maí 2020.
(1) Vefsíða Þingeyings.