Vesturland
Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 29. október 2021 kl. 14:00 eftir 46.182.189.113 (spjall)
Útgáfa frá 29. október 2021 kl. 14:00 eftir 46.182.189.113 (spjall)
Vesturland nær yfir 9.554 km² og afmarkast af Hvalfjarðarsveit í suðri (Hvalfjarðarbotni), Dalabyggð í norðri (Gilsfjarðarbotni) og Snæfellsbæ vestast, yst á Snæfellsnesi. Á svæðinu eru 10 sveitarfélög með tæplega 17.000 íbúa. Sveitarfélögin eru Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Borgarbyggð, Dalabyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit, Stykkishólmsbær, Grundarfjarðarbær og Snæfellsbær. Fjölmennasta sveitarfélagið er Akraneskaupstaður með rúmelga 7.500 íbúa en fámennastur er Skorradalshreppur með 65 íbúa.
Í Sóknaráætlun Vesturlands er tiltekið markmið landshlutans að „stuðla að vexti atvinnulífs, auka nýsköpun, hækka menntunarstig og fjölga störfum án staðsetningar“.
Samvinnu- og/eða nýsköpunarrými
- Breið þróunarfélag er samvinnu- og nýsköpunarrými á Akranesi staðsett í fyrrum húsnæði útgerðarfyrirtækisins Brim á iðnaðarsvæði Akranessbæjar svokallaðri Breið. Breið þróunarfélag hóf starfsemi sína 2020 en að því standa Akranesbær og útgerðarfyrirtækið Brim.
- Röst á Hellissandi er nýlega stofnað samvinnurými staðsett í félagsheimili bæjarinns.
- Hugheimar í Borgarnesi hóf starfsemi árið 2014 og hefur meðal annars staðið fyrir ýmsum viðburðum og námskeiðum sem og boðið vinnuaðstöðu fyrir frumkvöðla, listafólk og störf án staðsetningar.
- Árnastofa í Stykkishólmi
- Vínlandssetur Dalabyggð
- Grundarfjörður
- Hvalfjarðarsveit
- Nýsköpunar- og þróunarsetur háskólanna
Stuðningsumhverfi
Nývest