Katla UNESCO Global Geopark
Katla UNESFO Global Geopark eða Katla jarðvangur er fyrsti jarðvangur Íslands, stofnaður í nóvember 2010. Tæpu ári seinna, í september 2011, fékk hann aðild að samtökum evrópskra jarðvanga (EGN: European Geoparks Network) og tengdist svo alþjóðlegu neti jarðvanga (GGN: Global Geoparks Network) eftir staðfestingu og innleiðingu þess innan UNESCO árið 2015. UNESCO Global Geoparks eru svæði þar sem minjum og landslagi sem eru jarðfræðilega mikilvægar á heimsvísu er stýrt eftir heildrænni stefnu um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun.
Árið 2012 bættist í hópinn Reykjanes Geopark. Hann var stofnaður árið 2012 af sveitarfélögunum á Suðurnesjum ásamt Ferðamálasamtökum Reykjaness, Bláa lóninu, Þekkingarsetri Suðurnesja, Keili og HS Orku. Reykjanes Geopark nær yfir allt land sveitarfélaganna og er samtals 825 km2 að stærð.
KATLA jarðvangur nær yfir 9.542 km2 landsvæði og þekur rúmlega 9% af flatarmáli landsins, frá Hvolsvelli í vestri að Skeiðarársandi í austri. Nyrsti hluti jarðvangsins teygir sig langt inn á Vatnajökul en langar strendur af svörtum sandi afmarka jarðvanginn í suðri. Þéttbýliskjarnar í Kötlu jarðvangi eru Hvolsvöllur, Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustur. Íbúafjöldi á svæðinu er 3.200 manns (ágúst 2019).