Friðlandsstofa

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Útgáfa frá 21. febrúar 2022 kl. 13:44 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. febrúar 2022 kl. 13:44 eftir ArnhildurLily (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Núverandi útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Stökkva á:flakk, leita

Verkefnið Friðlandsstofa – anddyri Friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð snýr að því að endurnýja húsnæði Gamla skólans í Dalvíkurbyggð og stofna Friðlandsstofu með aðkomu Dalvíkurbyggðar og Umhverfisstofnunar. Friðlandsstofu er ætlað að vera fræðslusetur og aðsetur starfsmanns Friðlandsins. Byggðasafn Dalvíkurbyggðar mun einnig flytja í Gamla skólann og einnig verður sett upp fuglasýningu sem hefur verið í geymslu í nokkur ár.

Töluverð vinna hefur verið lögð í að finna starfsemi sem hentar inn í húsnæðið til að koma því í notkun aftur og er Friðlandsstofa sprottin af þeirri hugmyndavinnu.

Verkefnið hlaut styrk úr stefnumótandi byggðaáætlun til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða.