Munur á milli breytinga „Háskólasetur Vestfjarða“
Lína 4: | Lína 4: | ||
Háskólasetur Vestfjarða er stærsta stofnunin í Vestrahúsinu á Ísafirði og leiðandi í samstarfi stofnana í rannsóknaklasa Vestfjarða. Alla jafna sinnir Háskólasetrið þó ekki rannsóknum nema í samstarfi við rannsóknarstofnanir innan og utan Vestfjarða. Við Háskólasetrið sjálft starfa að jafnaði um níu manns auk lausráðinna kennara. | Háskólasetur Vestfjarða er stærsta stofnunin í Vestrahúsinu á Ísafirði og leiðandi í samstarfi stofnana í rannsóknaklasa Vestfjarða. Alla jafna sinnir Háskólasetrið þó ekki rannsóknum nema í samstarfi við rannsóknarstofnanir innan og utan Vestfjarða. Við Háskólasetrið sjálft starfa að jafnaði um níu manns auk lausráðinna kennara. | ||
[[Flokkur:Þekkingarsetur]] |
Núverandi breyting frá og með 26. janúar 2022 kl. 13:53
Vefsíða | |
---|---|
Tegund | Þekkingarsetur |
Netfang | info@uw.is |
Heimilisfang | Suðurgata 12, 400 |
Staður | Ísafjörður |
Landshluti | Vestfirðir |
Háskólasetur Vestfjarða er stofnun á háskólastigi sem sett var á stofn árið 2005. Háskólasetrið er fjarnámssetur sem þjónar um 100 fjarnemum, það starfrækir meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun og sjávarbyggðafræði fyrir um 60-80 meistaranema auk einstaklingsmiðaðrar námsleið á meistarastigi í sjávartengdri nýsköpun sem nú er í endurskipulagningu. Þess utan býður Háskólasetrið upp á fjölbreytt sumarnámskeið. Háskólasetrið sér fjarnemum fyrir hópvinnuaðstöðu og lestrarsölum.
Háskólasetur Vestfjarða er stærsta stofnunin í Vestrahúsinu á Ísafirði og leiðandi í samstarfi stofnana í rannsóknaklasa Vestfjarða. Alla jafna sinnir Háskólasetrið þó ekki rannsóknum nema í samstarfi við rannsóknarstofnanir innan og utan Vestfjarða. Við Háskólasetrið sjálft starfa að jafnaði um níu manns auk lausráðinna kennara.