Munur á milli breytinga „Nýsköpunar- og þróunarsetur“

Úr Vistkerfi nýsköpunar
Stökkva á:flakk, leita
(Ný síða: Áætlað er að stofna nýtt nýsköpunar- og þróunarsetur á Vesturlandi en að því standa Háskólinn á Bifröst og Landbúnaðarháskóli Íslands. Er setrinu ætlað að mi...)
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 29. október 2021 kl. 14:35

Áætlað er að stofna nýtt nýsköpunar- og þróunarsetur á Vesturlandi en að því standa Háskólinn á Bifröst og Landbúnaðarháskóli Íslands. Er setrinu ætlað að miðla þekkingu og styðja við rannsóknir og nýsköpun á svæðinu. Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu en að henni koma Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor Háskólans á Bifröst, Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands, Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri Borgarbyggðar, Páll Snævar Brynjarsson framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Valdís Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri Breið þróunarfélags, Inga Dóra Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Ólafur Sveinsson stjórnarformaður Hugheima og Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins.

Í viljayfirlýsingu stendur „Áhersla verður lögð á að stuðla að aukinni nýsköpun og rannsóknum á sviði landbúnaðar og matvælaframleiðslu með öflugu samráði og samstarfi hagaðila innanlands og alþjóðlegu samstarfi. Fræðsla verður efld til að mæta þörfum bænda, frumkvöðla og atvinnulífs á landsbyggðinni til framfara fyrir landbúnað og matvælaframleiðslu í landinu. Enn fremur verður lögð áhersla á að miðla þekkingu um stuðningsumhverfi nýsköpunar og aðgerðir sem auka framleiðni og verðmætasköpun um hefðbundinn búrekstur og ný tækifæri í landbúnaði matvælaframleiðslu og tengdum greinum.“